top of page
IMG_8488.JPG
IMG_9053.JPG

Ég er kjólaklæðskeri og brúðarkjólahönnuður, og hef sérsaumað brúðarkjóla síðan 2015 undir nafninu „Brúðarkjólar Eyrún Birna“.

Ég býð nú upp á nýja línu, með tilbúnum brúðarkjólunum, hannaða og saumaða af mér, undir merkinu „Bloom by Eyrún Birna“. 

 

Mér finnst mikilvægt að þér líði vel í brúðarkjólnum þínum og því vel ég efnin af kostgæfni, svo flíkin sitji sem best og sé bæði þægileg og klæðileg. Einnig vinn ég gjarnan með endurnýttan textíl, sé þess óskað. Þannig getur kjóllinn orðið einn sinnar tegundar, afar persónulegur og umhverfisvænn. Dúkur ömmu þinnar gæti orðið að einstökum brúðarkjól!

Ég sæki innblástur minn í íslenska náttúru, vintage-fatnað, sveitabrúðkaup og bóhem-stemmningu. Mýkt, flæði og rómantík einkenna hönnunina.

Ég legg áherslu á persónulega þjónustu og elska að hjálpa konum að finna sinn fullkomna kjól.  Ef þessi stíll heillar þig, endilega bókaðu tíma í mátun hér eða hafðu samband á bloom@bloombyeyrun.is 

Hlakka til að heyra frá þér 

Xo Eyrún Birna

IMG_8885.JPG

Bloom býður upp á einstakan brúðarfatnað þar sem áherslan er á flæði, fegurð, þægindi, góð snið og falleg efni. Allar flíkurnar eru hannaðar og saumaðar á Íslandi og ávallt með umhverfissjónarmið í huga.

Logos_all-58.png
bottom of page